Google-myndir er þar sem allar þínar myndir og vídeó eiga heima. Notaðu gervigreind Google til að vista, breyta, skipuleggja og leita í minningunum þínum á auðveldan hátt.
• 15 GB SKÝJAGEYMSLA: Nú eru allir Google-reikningar með 15 GB geymslurými án greiðslu*, sem er þrisvar sinnum meira en hjá mörgum öðrum skýjageymslum. Þannig geturðu sjálfkrafa tekið öryggisafrit í öllum tækjunum þínum og haldið minningunum öruggum.
• MYNDVINNSLUAÐGERÐIR MEÐ GERVIGREIND: Þú getur framkvæmt flóknar breytingar í fáeinum skrefum. Notaðu töfrastrokleðrið til að fjarlægja hluti sem trufla. Notaðu skerpuna til að laga óskýrar myndir. Notaðu andlitsmyndalýsingu til að bæta lýsingu og birtustig.
• ÞÆGILEGIR LEITARMÖGULEIKAR: Þú getur á auðveldan og eðlilegan hátt leitað í myndunum þínum með lýsingum á borð við „ég og Ásta hlæjandi“, „Kajaksigling á stöðuvatni sem er umkringt fjöllum“ eða „Emma að mála úti í garði“.
• ÞÆGILEGT SKIPULAG: Google-myndir auðvelda þér að minnka óreiðuna í myndasafninu með því að flokka tvírit og svipaðar myndir í myndastafla. Forritið státar einnig af snjallmöppum fyrir skjámyndir, skjöl, sérsniðin albúm og skipulag á myndavélarmöppu dagsins, sem gefur myndasafni þínu skipulagt og persónulegt yfirbragð. Þú getur vistað viðkvæmar myndir og vídeó í læsta möppu sem er varin með skjálás tækisins.
• RIFJAÐU UPP EINSTÖK AUGNABLIK OG DEILDU MEÐ ÖÐRUM: Google-myndir henta fullkomlega til að rifja upp góðu minningarnar. Þú getur deilt myndum, vídeóum og albúmum með hvaða tengilið sem er – líka þeim sem ekki nota Google-myndir.
• ÖRUGGUR STAÐUR FYRIR MINNINGARNAR ÞÍNAR: Um leið og þú vistar myndir og vídeó er efnið þitt öruggt og vel varið með vönduðum öryggisbúnaði okkar, bæði í geymslunni og þegar þú deilir efninu.
• ALLAR MINNINGARNAR Á EINUM STAÐ: Þegar kveikt er á öryggisafritun geturðu á auðveldan hátt sótt myndir úr öðrum forritum, myndasöfnum og tækjum og haft þannig allt efnið þitt á sama staðnum.
• LOSAÐU PLÁSS: Hafðu aldrei framar áhyggjur af að geymslurými símans fyllist. Myndum sem Google-myndir hefur afritað er hægt að eyða úr geymslurými tækisins með einum smelli.
• PRENTAÐU EFTIRLÆTISMYNDIRNAR ÞÍNAR:
Úr símanum og alla leið heim í stofu Breyttu uppáhaldsminningunum í myndabækur, prentanir, strigaprentanir, veggjalist og fleira. Verð er breytilegt eftir vörum Aðeins er boðið upp á prentþjónustu í Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi og Kanada.
• GOOGLE-LINSA: Leitaðu að því sem þú sérð. Í þessari forútgáfu geturðu greint texta og hluti á myndunum þínum til að fá frekari upplýsingar og grípa til aðgerða.
Persónuverndarstefna Google: https://google.com/intl/en_US/policies/privacy
* Geymslurými Google-reikningsins deilist á milli Google-mynda, Gmail og Google Drive.